Monday, September 17, 2007

Zombie Zomb Zomb Part 2

Ég held að.. þeir séu farnir.,, Sagði Pálmi lágt. Einar svaraði ekki, það var eins og hann væri í trans. Pálmi slóg rétt í hendi hans til að fá svar. Einar rankaði við sér og horfði á Pálma. Við deyjum innan við viku á þessum stað. Þeir vita af okkur, þeir geta núna verið allstaðar í kringum þetta hús.,, Sagði Einar. Hey ekkert svona, við höfum lifað af hérna inni í um mánuð og þetta var í fyrsta sinn sem svona gerist. Við lifðum þetta af og við munum lifa næsta af.,, Sagði Pálmi reiður og reyndi að tala smá vit í Einar sem horfði niður. Þeir gengu báðir tilbaka og lögðu vopnin frá sér. Pálmi fór að nudda saman hendurnar hratt til að hlýja sér. Það var um -10 stig úti og snjór ríkti land og fjöll. Það var átjándi desember og sex dagar til jóla. Pálmi og Einar þekktust ekkert fyrir 1 mánuði. Núna eru þeir herbergisfélagar, nánar sagt bílskúra dveljendur. Skúrinn er um stærð tveggja fólksbíla. Það er eldgamalt píanó sem blasir við vinstramegin. Sófi fullur drasli til hægri. Svo lengra gengið inn eru tveir ískápar við hægri hönd, sófi við vinstri og fataskápur beint á móti með föt frá árinu 1993. Þetta kölluðu þeir stofuna. En það er eitt herbergi við enda stofunnar. Þar inni er svefnherbergið, tvær gamlar dýnur á gólfinu umkringdar bókum í mörgum hillum. Áður fyrr var þetta herbergi greinilega skrifstofa því þarna mátti finna margar námsbækur, ritgerðir og penna. Klukkan var orðin fjögur um nótt og mátti vel sjá á þeim strákunum að þeir voru orðnir þreyttir. En svefninn var alltaf erfiður. Oftast náðu þeir aldrei að sofa hinn fullkomna svefn því óttinn um að einn af þeim gætu verið yfir þér, slefandi og horfandi á þig meðan þú ert varnarlaus sofandi. Áður fyrr voru þeir með vaktataktík, einn sefur og hinn vaktar í 3 tíma. Svo skipst á þar til báðir hafa fengið 6 tíma svefn. En núna hættu þeir með þetta því engin áras hafði átt sér stað fyrr en áðan. Þeir samþykktu að sofa báðir og hafa engan í vakt. Áhættusamt en gott vegna þess að um næsta dag var byrgða dagur. Það eru dagar sem þeir þurfa að fara út í búð t.d. 10/11, Bónus, 11/11 eða litlar sjoppur. Þar inni nældu þeir sér í allt sem þurfti sem var lítið af heima. T.d. snakk og gos því allt kjöt og mjólkurafurðir voru löngu rotnaðir og ónýtir. Byrgða dagarnir voru alltaf áhættusamir vegna þess að í búðunum gátu alltaf leynst þeir ódauðu. Hinir ódauðu eru skepnur sem sækjast eftir fersku holdi og heila. Þú verður sýktur af þeim ef þeir bíta þig eða klóra. Blóðið í þeim ódauðu geymir vírus sem drepur þig innan við nokkra tíma. Þegar þú hefur dáið þá mund þú rísa aftur upp frá dauðum. Þú mund ekki vita neitt eða muna. Þú ert bara heilalaus, gangandi vélmenni sem er bara forritað að éta meira og meira hold af mannfólki. (Auðvitað er þetta ekki vélmenni, nota bara þessa skemmtilegu lýsingu).
Framhald í næstu viku...

1 comment:

Bobby Breidholt said...

Algert brill. Ég grenja af hræðslu og fjöri og held fast um lásabogann þangað til næsti hluti kemur.