Monday, September 24, 2007

Tannbursti

Hví er tannburstinn alveg eins og hann var fyrir fornöld eða svo. Hví þróast allt svona mikið en tannburstinn situr fastur eins og steinaldarmennirnir hafi hætt og látið eitt dekk duga.

Ef við skoðum aðra hluti eins og Vinyl plötur sem fóru í kasettur, kasettur fóru í geisladiska og núna downloada flestir af internetinu. Tökum annað dæmi. Símaklefar fóru í svona síma sem maður snýr, sem fór í snúrusíma, sem fór í þráðlausann síma (GSM) (örugglega um 8kg í fyrstu) sem fóru í miklu minni GSM og núna eitthvað "Skype" af netinu.

Tannburstinn, er prik með svínahárum. Meðan við erum að skokka með síma sem tengist við eyrað þitt og einhvern iPod sem geymir milljón lög og hengur á bolnum þínum, þá tannburstum við okkur með priki og neglum síðan óvart burstanum í góminn með þeim afleiðingum að það svíður og blæðir.

Lang flestir hætta að tannbursta sig vegna þess að þeir NENNA því ekki. Það tekur tíma og maður er oftast þreyttur þegar að því kemur. Er þetta kannski samsæri? Hefur alheimsstjórnin skipað vísindamönnum og uppfinningamönnum að hætta að þróa tannburstann? Til að fólk sleppi að tannbursta sig, fá því tannskemmd og þurfa að leita til læknis. Semsagt tannlæknis.

Það er 21. öldin. Afhverju erum við ekki búin að finna betri lausn? Afhverju er ekki búið að finna uppá svona pillu, tekur hana inn á morgnanna og hún ver tennurnar fyrir allann sykurinn yfir daginn. Svo tekuru aðra um kvöldið? Þetta væri svo miklu auðveldara heldur en að að negla priki í góminn sinn. Rafmagnstannburstinn? A.k.a. titrari með svínahárum? Það er bara 5 kg hlunkur sem titrar bara. Batteríið endist í 8 mínútur. Ekki halda að rafmagnstannburstinn bjargi einhverju. Ég segi.. Gerið þessa pillu! Kveðja Öberinn

The image “http://www.dansmc.com/partsclean4.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

2 comments:

Anonymous said...

Heyr Heyr!
Mér klæjar líka alltaf í nefið þegar ég tannbursta.

Bobby Breidholt said...

Hvað með svona vél sem er fest á spegilinn. Þú brosir til hennar og hún skýtur hljóð- og örbylgjum yfir tennurnar í ljósgeisla, einsog ljósritunarvél, og drepur alla sýkla.

Vélin heitir...
SKANNbursti.

Patent pending!