Thursday, September 6, 2007

Smásaga...

Pýþagoras segir...


Árið er 700 og heimsspekingurinn Pýþagoras fer á fætur í sinni æðislegri höll. Þrír þjónar hlaupa upp að honum og rétta honum þrjá hluti: Inniskó, vatn og brauð.
Pýþagoras brosir og tekur við þessum hlutum en gerir sig ekki grein fyrir því að hann er ekki með þrjár hendur og missir inniskóinn þannig að hann lendir á hliðinni. Pýþagoras reiðist og horfir á þjónana með illum augum.

HVAÐ ERU ÞIÐ BÚNIR AÐ GERA! ÞIÐ ERUÐ TIL SKAMMAR! SJÁIÐ ÞETTA! SJÁIÐ ÞETTA!

Pýþagoras bendir á klæðin sín sem hafa fengið smávægilegan vatnsdropa.

ÞETTA ER ÓNÝTT! ÞIÐ ERUÐ ÞJÓFAR! VIÐBJÓÐUR!

Pýþagoras lagst aftur í rúmið og byrjaði að telja á sér neglurnar.

10?! Ekki veit ég hvaðan þessi tíundi putti kom! En þann hef ég aldrei séð!

Næsta dag var Pýþagoras kominn í miðbæinn til að verða vitni á henginum þriggja þjónanna. Hann brosti meðan böndin dingluðu sitt síðasta.

Svona menn eru hættulegur fyrir okkur...

Pýþagoras hélt heim og gekk um sinn risagarð sem innihélt foss, risa stórt pálmatré og stórann trjádrumb. 14 konur lágu í grasinu og voru þær fáklæddar og allar með gull sem hár. 13 af þessum konum voru frænkur Pýþagoras og sú 14. skjaldbaka.

Komið hingað...

Sagði hann með erótískri rödd og byrjaði að fara úr sandölunum sínum.

Rosalega eru þið fallegar... Sérstaklega þú

Og benti hann á skjaldbökuna sem horfði forvitin til baka.

Þið stelpur eruð mér fallegar... þótt ein ykkar sé 87 ára gömul þá horfi ég framhjá því..

En hvað er þetta! 12 riddarar á hestum réðust inní garð Pýþagoras! Ræningjar þarna á ferð! Pýþagoras tekur upp sverð sitt og stekkur upp!

Framhald í næstu viku...

1 comment:

Anonymous said...

Ég held ég hafi séð þetta leikrit live!