Tuesday, September 4, 2007

Hví Ekki?

Hin perfekt hryllingsmynd...

Já hvar er hún? Hver getur sagt mér hver hin fullkomnasta hryllingsmynd sé?

The Shining?
-Hún er frábær, algjört "must" að sjá. Fjallar um Jack Torrance sem gerir allt vitlaust á Hóteli sem hann fær að dvelja á til að geta skrifað bók. Saga eftir Stephen King og leikstjóri enginn annar en Stanley Kubrick.

The Omen?
- Gamla útgáfan það er að segja. Fjallar um strák að nafni Damien sem er sendiboði helvítis. Mjög svo drungaleg mynd. Lærir einnig heilmargt um kristinfræði

The Exorcist?
-Frekar ofmetin en getur verið spúkí á köflum. Alltof langdregin að mínu mati. Fjallar um stelpu sem fær djöful í sig og prestur reynir að hræða hann út. Minnir að litla stelpan í myndinni hafi þurft að fara til sálfræðings vegna þess hversu hryllileg myndin sé.

Night of the Living Dead?
-Zombie eða "uppvakninga" mynd eftir idolið mitt George A Romero. Þetta er ein af fyrstu Zombie myndum og gerist hún í húsi á afskekktum stað í Bandaríkjunum. Uppvakningarnir ráðast í mörgum tölum á þetta hús og reyna nokkrir sem lifðu af að lifa ennþá meira af. Ég persónulega elska Zombie myndir og á þær flestar bestar á DVD.

The image “http://www.best-horror-movies.com/images/return-of-the-living-dead-2-zombie-face.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.gonemovies.com/WWW/WanadooFilms/Thriller/Exorcist2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.screamstress.com/wp-content/uploads/2006/06/13bb-omen.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Af þessum myndum þá er engin hin fullkomna.. Það vantar ennþá þá mynd sem er það hryllileg að þú byrjar að svitna blóði og gráta sítrónusafa. Í dag eru hryllingsmyndir svo ótrúlega lélegar að það er brandari. Lang flestar eru með gullfallegum unglingum sem eru að sprikla í eyðimörkum eða pynntingar gjörsamlega í botni.
Þessir Hollywood framleiðendur mega éta skít. Þeir hugsa ekkert annað en hvernig buxur aðal ljóskan í Scream 8 á að vera í. Vonum bara að þessi PERFEKTÍANÓ hryllingsmynd mun koma út.. Plís..

The image “http://artfiles.art.com/images/-/Night-of-the-Living-Dead-Poster-C10080079.jpeg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.libertyfilmfestival.com/libertas/wp-content/uploads/2006/08/zombie.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

No comments: