Já hvar er hún? Hver getur sagt mér hver hin fullkomnasta hryllingsmynd sé?
The Shining?
-Hún er frábær, algjört "must" að sjá. Fjallar um Jack Torrance sem gerir allt vitlaust á Hóteli sem hann fær að dvelja á til að geta skrifað bók. Saga eftir Stephen King og leikstjóri enginn annar en Stanley Kubrick.
The Omen?
- Gamla útgáfan það er að segja. Fjallar um strák að nafni Damien sem er sendiboði helvítis. Mjög svo drungaleg mynd. Lærir einnig heilmargt um kristinfræði
The Exorcist?
-Frekar ofmetin en getur verið spúkí á köflum. Alltof langdregin að mínu mati. Fjallar um stelpu sem fær djöful í sig og prestur reynir að hræða hann út. Minnir að litla stelpan í myndinni hafi þurft að fara til sálfræðings vegna þess hversu hryllileg myndin sé.
Night of the Living Dead?
-Zombie eða "uppvakninga" mynd eftir idolið mitt George A Romero. Þetta er ein af fyrstu Zombie myndum og gerist hún í húsi á afskekktum stað í Bandaríkjunum. Uppvakningarnir ráðast í mörgum tölum á þetta hús og reyna nokkrir sem lifðu af að lifa ennþá meira af. Ég persónulega elska Zombie myndir og á þær flestar bestar á DVD.



Af þessum myndum þá er engin hin fullkomna.. Það vantar ennþá þá mynd sem er það hryllileg að þú byrjar að svitna blóði og gráta sítrónusafa. Í dag eru hryllingsmyndir svo ótrúlega lélegar að það er brandari. Lang flestar eru með gullfallegum unglingum sem eru að sprikla í eyðimörkum eða pynntingar gjörsamlega í botni.
Þessir Hollywood framleiðendur mega éta skít. Þeir hugsa ekkert annað en hvernig buxur aðal ljóskan í Scream 8 á að vera í. Vonum bara að þessi PERFEKTÍANÓ hryllingsmynd mun koma út.. Plís..


No comments:
Post a Comment