Friday, September 14, 2007

Föstudagur...

Ójá! Loksins og jeij jeij! Helgin næstum komin! Ví!
En að vandamálum samtímans..
Hafiði tekið eftir kuldanum? Vá hvað það var kalt í morgunn og í gærkveldi. Það munar engu að það snjói, nánast frost eða gjörsamlega frostmark úti. Svona fíla ég ekki.. það er mið september og strax verið að láta mann gleyma sumrinu! Ekki nógu gott. Það á ekki að koma vetur fyrr enn seint í október! Hvað er í gangi?
Svo ein frétt, frekar stór. LED ZEPPELIN ætla að halda tónleika 26. Nóvember í London Arena. Þetta er aðeins í þriðja skipti í 27 ár sem þeir spila saman. Djöfull væri gaman að fara og sjá þá! Þetta er Led Zeppelin fólk! Þetta er svona síðasti sénsinn að sjá þá næstum alla saman live!
Hótel, flug og miði er á bilinu 60.000, það sem ég hef heyrt. En væri ekki snilld að fara bara flipp helgarferð, leigja skítahótel á svona 9000 kall samtals, flug á samtals 20.000 og miðinn á 8.000þ Samtals 37.000 kr.! Þetta er ekkert verð meðan við að þetta sé LED ZEPPELIN!

http://sdsmedia.sydsvenskan.se/archive/00092/led384_92897a.jpg

Rosalega er Page orðinn fallegur.

En njótið helgarinnar... ég kveð.. bless

2 comments:

Anonymous said...

Jáh veistu , ég spurði mömmu hvort við gætum kíkt til London eina helgi eða hvort ég gæti farið í heimsókn til Ragnars bróður míns þar . hún sagði að það væri gaman að dreyma.
En bróðir minn fer líklega! og ætlar að hringja í mig í immigrant song og gítarsólóinu í stairway to heaven

Anonymous said...

Auuu snilld. Segðu honum að hringja líka í mig!! Hahah :D