Friday, September 7, 2007

Föstudagur...

Föstudagur er loksins kominn! Hví er þessi dagur ekki fastur? Ef hann heitir FÖSTUDAGUR eheheh... Nei nei ég er hættur.

En sjónvarpsefnið á föstudögum.. hvað er að?

Oftast er troðið einhverjum gömlum "Stelpu" þáttum og látið mann dúsa yfir því í 20 og eitthvað mínútur. Oftast eru þessir þættir algjör hörmung, gjörsamlega að reyna að draga og lengja alla brandara með alvarleika og heimsku. Þetta er t.d. dæmigerður sketz úr stelpunum:

Stella, ertu búin að finna manninn minn? (leikið af stóru ljóshærðu konunni)
Nei... hvar léstu hann ?(leikið af konunni með hjúmongus augu og lék línulangsokk)
Ég hélt að hann hafi sofið hjá mér nótt.
Nú?.. Hann svaf úti í garðinum mínum
Nei er það? Oo hann er svo yndislegur
Svo kemur Pétur Jóhann inn svaka furðulegur.
Stelpur! Hvað eru þið að láta mig sofa út í garði!

Týpískur sketz...
Eftir stelpurnar fær maður bíómynd! Alveg svakalega lélega oftast. Dæmigerðar bíómyndir

Legally Blond 1-2
Miss Congeniality 1-2
Dodgeball

Algjör viðbjóður
Svo eftir þessar myndir koma aaaðeins skárri.. en þær byrja bara svo fjandi seint, allir löngu orðnir fullir og að djamma.

Ég hef tekið eftir því að Terminator myndirnar eru oft seint um kvöld. Einnig Predator, Alien myndirnar, The Thing, Con Air og fleiri. Þetta eru frábærar myndir! Afhverju eru ekki sýndar betri myndir snemma? Svo maður fari í stuð! FÖSTUDAGS STUÐ! Ef ég væri þarna á Stöð 2 þá mundi ég setja á Goodfellas (sem er reyndar of löng), Casino, Sódóma Reykjavík eða margar aðrar! Svo margt hægt að velja! En ég þakka fyrir mig.

http://www.komedia.is/actalone/ausa.jpg The image “http://www.actors-union.is/felagar/Gudleola.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

2 comments:

Anonymous said...

Neih ívar!
ekki vissi ég af þessasri síðu
en já, ég vildi líka óska að góðar myndir væru sýndar fyrr , eða bara á virkum kvöldum því venjulega er maður að gera annað um helgar . En ég held að ástæðan fyrir því að hryllingsmyndir eru sýndar seint sé að litlir krakkar eiga að vera farnir að sofa þegarþær eru sýndar =)

Anonymous said...

Pff þessir krakkar læra ekkert af bamba og félögum. Láta þau setjast við góða hryllingsmynd og breyta líf þeirra! Koma þeim aðeins í samfélagið :P