Monday, October 22, 2007

Fiskifluga

Fiskifluga? Hvaðan kom þetta nafn? Hví heitir ein tegund húsfluga og svo allt í einu fiskifluga. Er þetta svona fiskur sem hefur þróast í flugu, eða fóru þessar flugar alltaf að éta rotinn fisk? Nei segi ég, það á að skýra þessa flugu upp á nýtt! Fiskifluga segir ekkert. Köllum hana Málmtýskurhvirfill.

Wednesday, October 17, 2007

Zombie Zomb Zomb Part 3

Einar vaknaði uppúr fáranlegri martröð og fann að hann var sveittur og andaði óvenjulega hratt. Eins og hann hafi verið að hlaupa. Hann reis upp frá rúminu og klæddi sig úr sveittu nærbuxunum. Sumarsólin blasti við, himininn var rauður og trén grænari en grasið hjá Sigga bónda. Einar gekk niður stigann, myglaðari en allt. Sast í sófann og kveikti á sjónvarpinu. Hann beið og beið. Svartur skjár. Einar varð pirraður og hreysti tækið til. Andskotans ljóta sjónvarp! Getur það ekki einu sinni sýnt mér smá virðinu.,, Sagði Einar mjög pirraður. Hann gekk inní eldhús og fékk sér Cheerios með kakómalti. Best í heimi.,, Hugsaði Einar meðan hann át uppáhaldsmorgunmatinn sinn. En ekkert fréttablað var á eldhúsborðinu, alltaf áður var fréttablaðið á eldhúsborðinu. En þá fattaði Einar að klukkan var 6 um nótt og allir sofandi svo enginn hafði náð í blaðið. Það var ábyggilega ennþá í forstofunni. Einar bjó í þriggja hæða raðhúsi og forstofan var flísalögð svo það var alltaf ískalt að labba á þeim án sokka. Einar gekk þá niður tólf tröppur og fór að dyrunum. Aðeins skórnir af föður hans voru hjá hurðinni. Ekkert dagblað. Hvað er þetta! Er allt af farast eða?,, Hugsaði Einar pirraður og hissa á þessu öllu. Hann byrjaði að labba tilbaka en skyndilega heyrði hann einhvern hlaupa fyrir utan. Hann leit snögglega við. Þögn ríkti. En skyndilega sá hann annan skugga stökkva framhjá húsinu hans og annan og annan. Þar til að þetta urðu fimm skuggar innan við eina mínútu. Hva, er maraþonið byrjað snemma?,, Sagði Einar kaldhæðinslega. Taka þessi gimp og skjóta.,, Sagði hann einnig og gekk afstað upp. Enn og aftur heyrði hann hlaup. Þá fékk Einar að hurðinni og opnaði. Hann gekk út án sokka sem var frekar kalt og óþæginlegt en þá sá hann tvo einstaklinga á mikilli ferð. Eins og þeir væru að missa af einu flugvélinni sem mundi fljúga af eyði eyju á ári. Annar einstaklingurinn datt illa og hinn réðist á hann með miklu afli. Öskur heyrðust um allt hverfi og Einar stóð á öndinni. Hann hafði aldrei orðið vitni af svona árás áður. Öskrin skyndilega hættu og annar einstaklingurinn hljóp af stað í burtu. Einar varð vitni af fólskulegri líkamsárás. Hann fór í skó og skokkaði að manninum á jörðinni. Maðurinn var mjög illa farinn, Einar tók eftir bitförum á kinn mannsins. Blóðið var hrottalega mikið og það var greinilegt að maðurinn var dauður. Einar varð óglatt og tók upp farsímann sinn og hringdi beint í 112. Enginn svaraði, Einar horfði á símann og sá að öll prikin voru í botni. Gott samband en ekkert við 112. Einar varð hræddari með sekúndunni sem leið. Hann beygði sig að manninum og gat ekkert gert. Þetta var miðaldra maður, grannur með nokkuð skegg. Hárið að þynnast og freknur um allt andlit. Þetta leit út fyrir að vera mjög góður maður og Einar velti sér fyrir hvers vegna hann var eltur uppi og drepinn. Sérstaklega bitinn. Einar stóð upp og ætlaði að skokka heim til að hringja úr heimasímanum en sá að augun á manninum hreyfðust. Hann var á lífi eftir allt! Heyrirðu í mér? Er allt í lagi? Ég ætla að hringja í neyðarlínuna er það ekki allt í lagi?,, Sagði Einar skelkaður og titrandi. Maðurinn svaraði ekki en Einar vissi að hann væri illa farinn og væri kannski ekki í ástandi til þess að tala. Einar byrjaði að skokka tilbaka en núna byrjaði maðurinn að rísa á fætur. Einar trúði þessu ekki, maðurinn hafði krafta til þess að standa upp eftir hræðilega árás. Heyrðu ekki standa upp, leggstu niður, ætla að hringja í neyðarlínuna allt í lagi?,, Sagði Einar. En maðurinn svaraði ekki og byrjaði að labba hægt að Einari... Framhald

Monday, October 15, 2007

Lausnin mikla?

Dópistar, rónar og fleiri vargar á götum okkar eru sóðalegir og oftast frekar dónalegir. Sem sagt kúkandi fyrir framan okkur en þessi grey hafa mjög skaðlega fíkn.
Þessi fíkn er eiturlyf og áfengi. Þessi fíkn er mjög áhrifamikil á líkama og heilastarfsemi okkar. En það eru til fleiri fíknir sem fólk er að glíma við.
Þessi fíkn sem ég er að tala um er ekkert skaðleg á heilastarfsemi og fleira. Ég er að tala um tölvuleikja fíkn. Já! Tölvuleikja fíkn. Afhverju ekki að búa til svona róna hús sem er með fullt af tölvum og í þessum tölvum er bara aðgangur að leiknum "World of Warcraft". Þarna inni mundu rónarnir fá skjól og einnig hætta að myrða sjálfa sig. Þetta mundi kosta jú en eru þessir tölvuleikjaframleiðendur ekki svo moldríkir að þeir geta hjálpað smá litlum rónum. Með þessari aðferð værum við laus við róna á götunum og einnig mundu þeir hrekja burt spilendur í warcraft þar sem þeir hræða leikmennina með gubbi og öskrum.

The image “http://www.dankphotos.com/twain/images/en/bum.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


http://simple-america.com/blog/wp-content/uploads/2006/12/Mister-WOW.jpg

Wednesday, October 10, 2007

Bingó

Já BINGÓ!
Það allra hallærislegasta á þessari jörð. Gamalt fólk mígur á sig af spenning og börnin kafna á bingó kúlunum. Ég hef farið í bingó um 5 sinnum á minni æfi, og í öll skipti hefur mér verið skipað. Það er að segja skólaskemmtanir eða bankarán. Það er ekkert leiðinlegt við bingó ef við lítum betur á það, flott verðlaun og adrenalínið á fullu af spenning. En það sem pirrar mig mest við þetta fyrirbæri er eitt sérstakt hljóð sem kemur ALLTAF! Jú það kemur í hvert einasta sinn þegar einhver sveittur grís fær tölu. Þetta hér er hljóðið...

Bingó kall: B-2
Þáttakendi: Yeeessssss
Bingó kall: N-34
Þáttakendi: Yeeessssss!

ARg!! Þetta er svo hrikalega pirrandi hljóð! Þurfið þið virkilega að segja YESSSS eins og snákar við allar tölur sem þið fáið! Mér leið eins og manni í þröngum metal stuttbuxum í dýralífsþætti að reyna að sjúga snák. Ef fólk hættir að gera þessi hljóð þá væri bingó hinn fullkomni leikur!



The image “http://www.akureyri.is/media/oldrun/myndaalbum/stor/Bingo_i_Hlid_02.nov.2006.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

Monday, September 24, 2007

Tannbursti

Hví er tannburstinn alveg eins og hann var fyrir fornöld eða svo. Hví þróast allt svona mikið en tannburstinn situr fastur eins og steinaldarmennirnir hafi hætt og látið eitt dekk duga.

Ef við skoðum aðra hluti eins og Vinyl plötur sem fóru í kasettur, kasettur fóru í geisladiska og núna downloada flestir af internetinu. Tökum annað dæmi. Símaklefar fóru í svona síma sem maður snýr, sem fór í snúrusíma, sem fór í þráðlausann síma (GSM) (örugglega um 8kg í fyrstu) sem fóru í miklu minni GSM og núna eitthvað "Skype" af netinu.

Tannburstinn, er prik með svínahárum. Meðan við erum að skokka með síma sem tengist við eyrað þitt og einhvern iPod sem geymir milljón lög og hengur á bolnum þínum, þá tannburstum við okkur með priki og neglum síðan óvart burstanum í góminn með þeim afleiðingum að það svíður og blæðir.

Lang flestir hætta að tannbursta sig vegna þess að þeir NENNA því ekki. Það tekur tíma og maður er oftast þreyttur þegar að því kemur. Er þetta kannski samsæri? Hefur alheimsstjórnin skipað vísindamönnum og uppfinningamönnum að hætta að þróa tannburstann? Til að fólk sleppi að tannbursta sig, fá því tannskemmd og þurfa að leita til læknis. Semsagt tannlæknis.

Það er 21. öldin. Afhverju erum við ekki búin að finna betri lausn? Afhverju er ekki búið að finna uppá svona pillu, tekur hana inn á morgnanna og hún ver tennurnar fyrir allann sykurinn yfir daginn. Svo tekuru aðra um kvöldið? Þetta væri svo miklu auðveldara heldur en að að negla priki í góminn sinn. Rafmagnstannburstinn? A.k.a. titrari með svínahárum? Það er bara 5 kg hlunkur sem titrar bara. Batteríið endist í 8 mínútur. Ekki halda að rafmagnstannburstinn bjargi einhverju. Ég segi.. Gerið þessa pillu! Kveðja Öberinn

The image “http://www.dansmc.com/partsclean4.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Monday, September 17, 2007

Zombie Zomb Zomb Part 2

Ég held að.. þeir séu farnir.,, Sagði Pálmi lágt. Einar svaraði ekki, það var eins og hann væri í trans. Pálmi slóg rétt í hendi hans til að fá svar. Einar rankaði við sér og horfði á Pálma. Við deyjum innan við viku á þessum stað. Þeir vita af okkur, þeir geta núna verið allstaðar í kringum þetta hús.,, Sagði Einar. Hey ekkert svona, við höfum lifað af hérna inni í um mánuð og þetta var í fyrsta sinn sem svona gerist. Við lifðum þetta af og við munum lifa næsta af.,, Sagði Pálmi reiður og reyndi að tala smá vit í Einar sem horfði niður. Þeir gengu báðir tilbaka og lögðu vopnin frá sér. Pálmi fór að nudda saman hendurnar hratt til að hlýja sér. Það var um -10 stig úti og snjór ríkti land og fjöll. Það var átjándi desember og sex dagar til jóla. Pálmi og Einar þekktust ekkert fyrir 1 mánuði. Núna eru þeir herbergisfélagar, nánar sagt bílskúra dveljendur. Skúrinn er um stærð tveggja fólksbíla. Það er eldgamalt píanó sem blasir við vinstramegin. Sófi fullur drasli til hægri. Svo lengra gengið inn eru tveir ískápar við hægri hönd, sófi við vinstri og fataskápur beint á móti með föt frá árinu 1993. Þetta kölluðu þeir stofuna. En það er eitt herbergi við enda stofunnar. Þar inni er svefnherbergið, tvær gamlar dýnur á gólfinu umkringdar bókum í mörgum hillum. Áður fyrr var þetta herbergi greinilega skrifstofa því þarna mátti finna margar námsbækur, ritgerðir og penna. Klukkan var orðin fjögur um nótt og mátti vel sjá á þeim strákunum að þeir voru orðnir þreyttir. En svefninn var alltaf erfiður. Oftast náðu þeir aldrei að sofa hinn fullkomna svefn því óttinn um að einn af þeim gætu verið yfir þér, slefandi og horfandi á þig meðan þú ert varnarlaus sofandi. Áður fyrr voru þeir með vaktataktík, einn sefur og hinn vaktar í 3 tíma. Svo skipst á þar til báðir hafa fengið 6 tíma svefn. En núna hættu þeir með þetta því engin áras hafði átt sér stað fyrr en áðan. Þeir samþykktu að sofa báðir og hafa engan í vakt. Áhættusamt en gott vegna þess að um næsta dag var byrgða dagur. Það eru dagar sem þeir þurfa að fara út í búð t.d. 10/11, Bónus, 11/11 eða litlar sjoppur. Þar inni nældu þeir sér í allt sem þurfti sem var lítið af heima. T.d. snakk og gos því allt kjöt og mjólkurafurðir voru löngu rotnaðir og ónýtir. Byrgða dagarnir voru alltaf áhættusamir vegna þess að í búðunum gátu alltaf leynst þeir ódauðu. Hinir ódauðu eru skepnur sem sækjast eftir fersku holdi og heila. Þú verður sýktur af þeim ef þeir bíta þig eða klóra. Blóðið í þeim ódauðu geymir vírus sem drepur þig innan við nokkra tíma. Þegar þú hefur dáið þá mund þú rísa aftur upp frá dauðum. Þú mund ekki vita neitt eða muna. Þú ert bara heilalaus, gangandi vélmenni sem er bara forritað að éta meira og meira hold af mannfólki. (Auðvitað er þetta ekki vélmenni, nota bara þessa skemmtilegu lýsingu).
Framhald í næstu viku...

Friday, September 14, 2007

Föstudagur...

Ójá! Loksins og jeij jeij! Helgin næstum komin! Ví!
En að vandamálum samtímans..
Hafiði tekið eftir kuldanum? Vá hvað það var kalt í morgunn og í gærkveldi. Það munar engu að það snjói, nánast frost eða gjörsamlega frostmark úti. Svona fíla ég ekki.. það er mið september og strax verið að láta mann gleyma sumrinu! Ekki nógu gott. Það á ekki að koma vetur fyrr enn seint í október! Hvað er í gangi?
Svo ein frétt, frekar stór. LED ZEPPELIN ætla að halda tónleika 26. Nóvember í London Arena. Þetta er aðeins í þriðja skipti í 27 ár sem þeir spila saman. Djöfull væri gaman að fara og sjá þá! Þetta er Led Zeppelin fólk! Þetta er svona síðasti sénsinn að sjá þá næstum alla saman live!
Hótel, flug og miði er á bilinu 60.000, það sem ég hef heyrt. En væri ekki snilld að fara bara flipp helgarferð, leigja skítahótel á svona 9000 kall samtals, flug á samtals 20.000 og miðinn á 8.000þ Samtals 37.000 kr.! Þetta er ekkert verð meðan við að þetta sé LED ZEPPELIN!

http://sdsmedia.sydsvenskan.se/archive/00092/led384_92897a.jpg

Rosalega er Page orðinn fallegur.

En njótið helgarinnar... ég kveð.. bless

Wednesday, September 12, 2007

Helgin

Já helgin fer að nálgast og er það yndislegt! Sérstaklega þar sem veðrið er búið að vera yyyndislegt einnig! Vá hvað Ísland er fallegt í dag... grár himinn.. ekki ögn af bláum himni buinn að koma í mánuð... meðal hiti 6°... úrkoma búin að gjóta yfir okkur... aahh þetta er yndislegt. Svo næst! Snjór :D Og .. -10 ° og einnig! Hálka þar sem ÞÚ mund svo GJÖRSAMLEG renna á rassgatið! MUNDU eftir þessu. ÞÚ MUND! Renna á rassgatið í hálku í vetur! Ójá! Engin spurning! Ef ekki skaltu koma hingað á spjallið og ræða við mig og afsanna þetta! Sem er enginn séns! En hey! Ég er farinn að skálda djús! Bless í bili! Nóakropanó

Tuesday, September 11, 2007

Þriðjudagsforhúð

Vissir þú að tan-1(42/70) = 30,9 námundað í 31?

Vissir þú að Darf ich aus Klo gehen þýðir má ég fara á klósettið?

Vissir þú að ég sit við hlið gothista í stærðfræði núna..?

Vissir þú að gripið C, F og Emoll eru byrjunar ripin á Breezes með Donovan?

Vonandi hefur þetta verið ykkur hjálpsamt í gegnum lífið.


http://img.stern.de/_content/55/05/550566/katze7_250.jpg

Monday, September 10, 2007

Zombie Zomb Zomb

“Lokaðu hurðinni! Fljótur, fljótur!,, Sagði Einar, skelfingu lostinn. Pálmi grípur um dyrahnúinn og skellir hurðinni með miklu afli. Öskrin ólma fyrir utan, meðan Pálmi og Einar bakka hæglega tilbaka og titra af ótta frá látunum fyrir utan. Einar tekur upp golfkylfu sem faðir hans átti og Pálmi grípur um járnstöng sem þeir fundu úti. Báðir bíða með bardagatilfinninguna í botni. Adrenalínið geysist um loftið, þeir standa og biðja til Guðs í huganum að láta þá ekki komast inn. Ef þeir komast inn þá er þetta búið, felustaðurinn horfinn og dauðinn næst á dagskrá. Ólminn fyrir utan verðar hærri og hærri, spörkin og höggin dynja eins og tígrisdýr að sturlast. Vonandi helst bílskúrshurðin Einar,, Sagði Pálmi með járnstöngina við hendi. Einar gnísti tönnunum eftir hvert spark og hróp, og því hélt hann enn fastar um golfkylfuna. Á meðan þessu stóð fór Einar að hugsa tilbaka hvernig hann lifði af og hvernig hann komst í þennan bílskúr. Tíminn stoppaði því Einar vissi að þetta gæti orðið hans dauðadagur.

Einar er 17 ára og býr í Reykjavik, nánar tiltekið Breiðholtinu, nánar tiltekið Seljahverfið. Það var 28. Júlí og sumafríið var að linna. Skólar voru byrjaðir að auglýsa skólatöskurnar og ódýr strokleður. Oj bara,, Hugsaði Einar. Af hverju er sumarfríið svona ógeðslega stutt! Jæja, þýðir ekkert að kvarta. Geri bara hlutina verri. Sjónvarpið fékk straum og stöð 2 fór í gang því Einar ýtti á takka á fjarstýringunni. Philips hét sjónvarpið og fékk Einar það í fermingargjöf. Klukkan var hálf 2 um nótt og augun voru byrjuð að dofna. Myndin The New Guy var í fullum gangi og fussi Einar yfir þessari vitleysu. “Nei, núna er ég svangur,, sagði Einar í huganum og barðist við það að rísa upp frá leðursófanum. Hann gekk um 7 metra beint inní eldhúsið, þar opnaði hann ísskápinn og nældi sér í mjólk. Nýmjólk var það. “Lang besta mjólkin,, muldraði Einar. Glasið fylltist af ískaldri mjólk og fimm toffie kex urði fyrir valinu sem matur. Einar gekk með eitt kex í munninum og hin fjögur í hægri hendi, súkkulaðið var farið að bráðna af líkamshitanum. Glasið var lagt varlega á borðið því það var stútfullt. Einar settist niður og japlaði á kexi númer þrjú. En hann tók eftir því að The New Guy var ekki lengur á dagskrá. Skjárinn var svartur en samt var rafmagn. Einar fór að undra og prufaði að skipta um stöð en ennþá var allt svart. Hann reis upp og kíkti bakvið, undir og á hliðarnar á sjónvarpinu en ekkert sýndist vera bilað eða úr sambandi. Einar klóraði sér í hausnum og muldraði “ andskotinn,,. Jæja. Þá fer ég bara að sofa, næsti áfangarstaður, rúmið. Ehe “ Sagði Einar með kaldhæðinslegum hlátri,,. En um leið og hann gekk fyrstu 2 metrana frá sjónvarpinu heyrðist hljóð. Þetta var kunnulegt, svona hljóð kom oftast þegar dagskrá var búin. Hann bakkaði þessa 2 metra og sá undarlegt merki. Undir merkinu stóð “ ÚTSENDING ROFIN”. Einar hafði aldrei séð þetta áður og fór að undra. Hann fór að undra svo mikið að hann slökkti á sjónvarpinu og fór að sofa. Mjólkin fór að segja til því hann sofnaði um leið.

Framhald í næstu viku...

Friday, September 7, 2007

Föstudagur...

Föstudagur er loksins kominn! Hví er þessi dagur ekki fastur? Ef hann heitir FÖSTUDAGUR eheheh... Nei nei ég er hættur.

En sjónvarpsefnið á föstudögum.. hvað er að?

Oftast er troðið einhverjum gömlum "Stelpu" þáttum og látið mann dúsa yfir því í 20 og eitthvað mínútur. Oftast eru þessir þættir algjör hörmung, gjörsamlega að reyna að draga og lengja alla brandara með alvarleika og heimsku. Þetta er t.d. dæmigerður sketz úr stelpunum:

Stella, ertu búin að finna manninn minn? (leikið af stóru ljóshærðu konunni)
Nei... hvar léstu hann ?(leikið af konunni með hjúmongus augu og lék línulangsokk)
Ég hélt að hann hafi sofið hjá mér nótt.
Nú?.. Hann svaf úti í garðinum mínum
Nei er það? Oo hann er svo yndislegur
Svo kemur Pétur Jóhann inn svaka furðulegur.
Stelpur! Hvað eru þið að láta mig sofa út í garði!

Týpískur sketz...
Eftir stelpurnar fær maður bíómynd! Alveg svakalega lélega oftast. Dæmigerðar bíómyndir

Legally Blond 1-2
Miss Congeniality 1-2
Dodgeball

Algjör viðbjóður
Svo eftir þessar myndir koma aaaðeins skárri.. en þær byrja bara svo fjandi seint, allir löngu orðnir fullir og að djamma.

Ég hef tekið eftir því að Terminator myndirnar eru oft seint um kvöld. Einnig Predator, Alien myndirnar, The Thing, Con Air og fleiri. Þetta eru frábærar myndir! Afhverju eru ekki sýndar betri myndir snemma? Svo maður fari í stuð! FÖSTUDAGS STUÐ! Ef ég væri þarna á Stöð 2 þá mundi ég setja á Goodfellas (sem er reyndar of löng), Casino, Sódóma Reykjavík eða margar aðrar! Svo margt hægt að velja! En ég þakka fyrir mig.

http://www.komedia.is/actalone/ausa.jpg The image “http://www.actors-union.is/felagar/Gudleola.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Thursday, September 6, 2007

Smásaga...

Pýþagoras segir...


Árið er 700 og heimsspekingurinn Pýþagoras fer á fætur í sinni æðislegri höll. Þrír þjónar hlaupa upp að honum og rétta honum þrjá hluti: Inniskó, vatn og brauð.
Pýþagoras brosir og tekur við þessum hlutum en gerir sig ekki grein fyrir því að hann er ekki með þrjár hendur og missir inniskóinn þannig að hann lendir á hliðinni. Pýþagoras reiðist og horfir á þjónana með illum augum.

HVAÐ ERU ÞIÐ BÚNIR AÐ GERA! ÞIÐ ERUÐ TIL SKAMMAR! SJÁIÐ ÞETTA! SJÁIÐ ÞETTA!

Pýþagoras bendir á klæðin sín sem hafa fengið smávægilegan vatnsdropa.

ÞETTA ER ÓNÝTT! ÞIÐ ERUÐ ÞJÓFAR! VIÐBJÓÐUR!

Pýþagoras lagst aftur í rúmið og byrjaði að telja á sér neglurnar.

10?! Ekki veit ég hvaðan þessi tíundi putti kom! En þann hef ég aldrei séð!

Næsta dag var Pýþagoras kominn í miðbæinn til að verða vitni á henginum þriggja þjónanna. Hann brosti meðan böndin dingluðu sitt síðasta.

Svona menn eru hættulegur fyrir okkur...

Pýþagoras hélt heim og gekk um sinn risagarð sem innihélt foss, risa stórt pálmatré og stórann trjádrumb. 14 konur lágu í grasinu og voru þær fáklæddar og allar með gull sem hár. 13 af þessum konum voru frænkur Pýþagoras og sú 14. skjaldbaka.

Komið hingað...

Sagði hann með erótískri rödd og byrjaði að fara úr sandölunum sínum.

Rosalega eru þið fallegar... Sérstaklega þú

Og benti hann á skjaldbökuna sem horfði forvitin til baka.

Þið stelpur eruð mér fallegar... þótt ein ykkar sé 87 ára gömul þá horfi ég framhjá því..

En hvað er þetta! 12 riddarar á hestum réðust inní garð Pýþagoras! Ræningjar þarna á ferð! Pýþagoras tekur upp sverð sitt og stekkur upp!

Framhald í næstu viku...

Wednesday, September 5, 2007

Tattú


Hver er tilgangurinn með þessi tattú í dag? Hver vill hafa svona viðbjóð á sér alla sína ævi?

Í fyrsta lagi kostar þetta um 20.000 kr. svo kostar þetta líka íbúð í líkama þínum alla ævi.
Ég skil ekki svona tribal tattú.



Hver vill hafa svona? Þetta er ógeðslegt!
Þetta er eins og hann hafi skaðbrunnið í sólbaði á Bahamas.
Sum tattú geta verið kúl jafnvel flott en svona er bara útí hött.
En hver er tilgangurinn með tattú yfir höfuð?
Er þetta til þess að maður getur merkt sig?
Svo maður þurfi ekki að fara í bað?
Eða til að lokka 14 ára stelpur til sín uppí bíl og rúnta um bæinn með handleggina yfir hausnum.

Nei segi ég, nei takk

Tuesday, September 4, 2007

Hví Ekki?

Hin perfekt hryllingsmynd...

Já hvar er hún? Hver getur sagt mér hver hin fullkomnasta hryllingsmynd sé?

The Shining?
-Hún er frábær, algjört "must" að sjá. Fjallar um Jack Torrance sem gerir allt vitlaust á Hóteli sem hann fær að dvelja á til að geta skrifað bók. Saga eftir Stephen King og leikstjóri enginn annar en Stanley Kubrick.

The Omen?
- Gamla útgáfan það er að segja. Fjallar um strák að nafni Damien sem er sendiboði helvítis. Mjög svo drungaleg mynd. Lærir einnig heilmargt um kristinfræði

The Exorcist?
-Frekar ofmetin en getur verið spúkí á köflum. Alltof langdregin að mínu mati. Fjallar um stelpu sem fær djöful í sig og prestur reynir að hræða hann út. Minnir að litla stelpan í myndinni hafi þurft að fara til sálfræðings vegna þess hversu hryllileg myndin sé.

Night of the Living Dead?
-Zombie eða "uppvakninga" mynd eftir idolið mitt George A Romero. Þetta er ein af fyrstu Zombie myndum og gerist hún í húsi á afskekktum stað í Bandaríkjunum. Uppvakningarnir ráðast í mörgum tölum á þetta hús og reyna nokkrir sem lifðu af að lifa ennþá meira af. Ég persónulega elska Zombie myndir og á þær flestar bestar á DVD.

The image “http://www.best-horror-movies.com/images/return-of-the-living-dead-2-zombie-face.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.gonemovies.com/WWW/WanadooFilms/Thriller/Exorcist2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.screamstress.com/wp-content/uploads/2006/06/13bb-omen.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Af þessum myndum þá er engin hin fullkomna.. Það vantar ennþá þá mynd sem er það hryllileg að þú byrjar að svitna blóði og gráta sítrónusafa. Í dag eru hryllingsmyndir svo ótrúlega lélegar að það er brandari. Lang flestar eru með gullfallegum unglingum sem eru að sprikla í eyðimörkum eða pynntingar gjörsamlega í botni.
Þessir Hollywood framleiðendur mega éta skít. Þeir hugsa ekkert annað en hvernig buxur aðal ljóskan í Scream 8 á að vera í. Vonum bara að þessi PERFEKTÍANÓ hryllingsmynd mun koma út.. Plís..

The image “http://artfiles.art.com/images/-/Night-of-the-Living-Dead-Poster-C10080079.jpeg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.libertyfilmfestival.com/libertas/wp-content/uploads/2006/08/zombie.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Blogspot ævintýrið hefst


Já ég ætla að byrja að skrifta hérna á blogspot.

Fróðleiksmolar:
Vissir þú að einn dagur á Merkúr eru 243 dagar hér á jörðu.

Vissir þú að Arnar Gunnlaugsson leikmaður FH skoraði tímabilið 1998-1999 13 mörk fyrir Bolton í 22 leikjum?

Vissir þú að þessar tvær hýenur á myndinni er Ég og Jón Baldur Lorange, meðLIMIR Spooky Jetson?

Vissir þú að ég hef ekkert að gera á daginn þess vegna er ég að þessu?

Nei ég er gjörsamlega að rugla í þér. Datt bara í hug að gera svona fróðleiksmola, hver vill ekki vita sögu Arnars í FH og hversu lengi Merkúr snýst í kringum sig. Ég ætla að pæla í því að gera alltaf fróðleiksmola á þriðjudögum. Skýra þá... "ÞRIÐJUDAGSFORHÚÐ".

Ég get haldið áfram í allann dag en ég er í náttúrufræði tíma. Svo túdilú!