Sunday, February 22, 2009

Ný Zombie Zomb Zomb saga!

Ég hef verið ansi latur við það að blogga, það er liðin heil VIKA síðan ég bloggaði seinast... Eða margir mánuðir? Allavega hér er fyrsti kafli

ZOMBIE ZOMB ZOMB 2....

Dagur var orðinn hið mesta vandamál, það eru engir skuggar þegar sólin skín sem mest. Reyndar sér maður í fjarska hvort þeir séu nærri. Maður finnur hvort sem er lyktina af þeim langar leiðir, þeir geta ekki lengur skriðið upp að manni. Þetta var nánast vonlaust í byrjun útbreiðslunnar, þeir lyktuðu ekki, nýir og nýir urðu til á klukkutímafresti og fólk hafði ekkert til þess að verja sig með. Einnig var matur vandamál þar sem hann kláraðist fljótt þegar sjö manns voru að fela sig inni í einni íbúð. Væntanlega hefðu þessi sjö manns þurft að leita út til þess að nærast og lifa af. En eftir þá ferð kæmu þau samtals fjögur heim til baka og einn af þeim kannski leynilega smitaður.

Þegar útbreiðslan var enn í fullum gangi og allt var sem verst þá hafði fólk enga þekkingu á því hvernig þetta virkaði. Fólk hélt kannski að ef einn væri bitinn eða með sár af sýktum þá myndi hann lifa af eða svo. En einsog við vitum öll þá virkar ekkert við þessari „ofurveiru“ eins og þeir vilja kalla það. Hver vildi svo drepa ástvini sína þótt þeir væru slefandi blóði og aðeins með eina hugsun, að komast að ferskum heila og kjöti.

Fólk kiknaði einnig undir álaginu að heyra dauðans öskur fyrir utan húsið sitt og óska þess að enginn gæti komist inn. Á meðan þessi hræddi einstaklingur væri að óttast líf sitt þá hafði kannski einn sýktur nú þegar læðst inn og ráfað um húsið. Í endann mundu þeir rekast á hvorn annan og giskum nú hvor mundi bíta hvern.

Sjálfsmorð voru framin daglega, fólk gat þetta ekki til lengdar. Hver var einnig tilgangurinn að lifa ef allt líf væri dautt? Ég hef komið í mörg auð hús og í þeim eru oft fórnalömb sjálfsmorða. Það var hryllilegt að sjá hvaða aðferðir fólkið notaði. Hengingar, hnífar, pillur, stokkið af húsþökum og jafnvel sprautað í sig einhverjum óþvera t.d. uppþvottaefnum eða málingu. Að hugsa sér hvernig þessu fólki leið þegar það framdi þessi illverk, ég mundi aldrei detta í hug að stytta minn aldur. Frekar væri ég til í að þeir sýktu mundu éta mig til agna.
Ég veit ekki hvernig ég komst í gegnum þessar drápsaldir. Á þessum tíma hef ég hitt mörg hundruð manns og aldrei séð þau aftur. Ég sá reyndar einn af þessum 100 sem sýktan fyrir löngu síðan. Hann var að ráfa um hverfið sem ég var að fela mig í á þessum tíma. Það var ótrúlegt að sjá hann og ég fraus. Ég var um 40 metrum frá honum en starði lengi og fór að hugsa hvað hafði gerst við hann? Hvernig varð hann að sýktum? Ég vildi óska þess að ég mundi vita það en það eina sem ég gat var að ímynda mér. Hann var um 1,80 metra á hæð og svona 78 kíló, ljóshærður, fínn strákur og rétt um tvítugt. Ég fékk ekki að vita nafnið hans en ég held að það hafi verið annaðhvort Ragnar eða Agnar. En að sjá hann sýktan fékk mig til að hugsa, sérstaklega hversu heppinn ég væri. Hann komst ekki af þótt ég hafði hitt hann. Hann hafði farið ranga leið en ég rétta. Ég hef ekki hitt neinn á lífi í ár.

Ég hef ekkert að gera á daginn, ekki neitt. Ég hef reynt allt, gjörsamlega allt. Ég á ekkert eftir til þess að gera. Minn draumur er að fljúga flugvél til Evrópu en ég mundi endast 12 sekúndur í loftinu.

Það sem ég borða get ég ekki sagt að sé holt, þetta er nammi, gos, snakk, kex, krem og reyndar vatn. Einsog ég sagði áðan þá var hörmung að ná sér í mat í búðum t.d. Maður hljóp eins hratt og maður gat og henti sér í næstu búð, þar inni gat verið fullt af fólki gjörsamlega að tæma búðina, það barðist fyrir matnum. Gólfin eru ennþá blóðug eftir slagsmál og væntanlega líka eftir árasir sýktra.

Fólk var hrætt um kvöldin og enginn þorði að fara út þegar ekkert ljós gat lýst þér leið. Það sem ég gerði var að ég stökk í bílinn minn, brunaði á 130 km hraða hvert sem ég fór og hafði bílinn í gangi fyrir utan búðirnar. Með vasaljósi tók ég allt það sem ég þurfti og var þá væntanlega með forskot á fólkið sem gerði sér atlögur að búðinni þegar fyrsta sólarljósið kæmi á jörðu. Ég hafði alltaf nóg af mat og þurfti aldrei að berjast fyrir neitt. Nóttin var vinur minn og fljótlega lærði ég á hvernig þeir virkuðu á nóttinni. Þar sem þeir sáu ekkert fóru þeir ekkert nema ef einhver hálfviti væri labbandi með vasaljós og beindi því í augun á þeim sýktu. Ég varð að fela hlutina mína fyrir fólki sem var að sela úr húsum. Ég treysti engum, hafði alltaf vopn að lofti og slá frá mér um leið og hlutirnir væru ekki í lagi.

Ég veit ekki hversu marga ég hef drepið, en það sem ég veit er að höfuð þeirra þarf að skiljast frá búknum. Reyndur vissu þetta allir vegna þess að þetta var útvarpað allstaðar. Flugvélar voru á sveimi á hverjum degi, ég sá einmitt þrjú flugslys. Eftir hvert þeirra hugsaði ég djúpt hvað hafði komið fyrir í vélinni, var flugstjórinn sýktur? Var ekkert bensín? Eða voru sýktir að drepa flugmanninn í miðju flugi? Besta vopnið er langt rör, það er reyndar bara kostur ef einn sýktur sé að stefna að þér. Með stönginni getur þú neglt í hann úr fjarlægð og ýtt honum. Hann tekur ekkert í stöngina og reynir að berjast við þig, hann heldur bara áfram að koma þótt höfuð kúpan sé mölbrotin og augun sokkin inn vegna höggsins. Maður verður að hafa maga til þess að gera þetta vegna þess að hver sýktur þarf um svona fimm föst högg í andlitið til þess að deyja, deyja þá aftur. Hinsvegar séu margir á eftir þér þá áttu litla von eftir, eina sem er í boði þá er að hlaupa í burtu og eins langt og hægt er. Þú hefur enga krafta til þess að brjóta fimm eða sex hausa á stuttum tíma.

framhald soon..

http://www.best-horror-movies.com/images/Noche-del-terror-zombies-1.jpg

Halló...

Monday, October 22, 2007

Fiskifluga

Fiskifluga? Hvaðan kom þetta nafn? Hví heitir ein tegund húsfluga og svo allt í einu fiskifluga. Er þetta svona fiskur sem hefur þróast í flugu, eða fóru þessar flugar alltaf að éta rotinn fisk? Nei segi ég, það á að skýra þessa flugu upp á nýtt! Fiskifluga segir ekkert. Köllum hana Málmtýskurhvirfill.

Wednesday, October 17, 2007

Zombie Zomb Zomb Part 3

Einar vaknaði uppúr fáranlegri martröð og fann að hann var sveittur og andaði óvenjulega hratt. Eins og hann hafi verið að hlaupa. Hann reis upp frá rúminu og klæddi sig úr sveittu nærbuxunum. Sumarsólin blasti við, himininn var rauður og trén grænari en grasið hjá Sigga bónda. Einar gekk niður stigann, myglaðari en allt. Sast í sófann og kveikti á sjónvarpinu. Hann beið og beið. Svartur skjár. Einar varð pirraður og hreysti tækið til. Andskotans ljóta sjónvarp! Getur það ekki einu sinni sýnt mér smá virðinu.,, Sagði Einar mjög pirraður. Hann gekk inní eldhús og fékk sér Cheerios með kakómalti. Best í heimi.,, Hugsaði Einar meðan hann át uppáhaldsmorgunmatinn sinn. En ekkert fréttablað var á eldhúsborðinu, alltaf áður var fréttablaðið á eldhúsborðinu. En þá fattaði Einar að klukkan var 6 um nótt og allir sofandi svo enginn hafði náð í blaðið. Það var ábyggilega ennþá í forstofunni. Einar bjó í þriggja hæða raðhúsi og forstofan var flísalögð svo það var alltaf ískalt að labba á þeim án sokka. Einar gekk þá niður tólf tröppur og fór að dyrunum. Aðeins skórnir af föður hans voru hjá hurðinni. Ekkert dagblað. Hvað er þetta! Er allt af farast eða?,, Hugsaði Einar pirraður og hissa á þessu öllu. Hann byrjaði að labba tilbaka en skyndilega heyrði hann einhvern hlaupa fyrir utan. Hann leit snögglega við. Þögn ríkti. En skyndilega sá hann annan skugga stökkva framhjá húsinu hans og annan og annan. Þar til að þetta urðu fimm skuggar innan við eina mínútu. Hva, er maraþonið byrjað snemma?,, Sagði Einar kaldhæðinslega. Taka þessi gimp og skjóta.,, Sagði hann einnig og gekk afstað upp. Enn og aftur heyrði hann hlaup. Þá fékk Einar að hurðinni og opnaði. Hann gekk út án sokka sem var frekar kalt og óþæginlegt en þá sá hann tvo einstaklinga á mikilli ferð. Eins og þeir væru að missa af einu flugvélinni sem mundi fljúga af eyði eyju á ári. Annar einstaklingurinn datt illa og hinn réðist á hann með miklu afli. Öskur heyrðust um allt hverfi og Einar stóð á öndinni. Hann hafði aldrei orðið vitni af svona árás áður. Öskrin skyndilega hættu og annar einstaklingurinn hljóp af stað í burtu. Einar varð vitni af fólskulegri líkamsárás. Hann fór í skó og skokkaði að manninum á jörðinni. Maðurinn var mjög illa farinn, Einar tók eftir bitförum á kinn mannsins. Blóðið var hrottalega mikið og það var greinilegt að maðurinn var dauður. Einar varð óglatt og tók upp farsímann sinn og hringdi beint í 112. Enginn svaraði, Einar horfði á símann og sá að öll prikin voru í botni. Gott samband en ekkert við 112. Einar varð hræddari með sekúndunni sem leið. Hann beygði sig að manninum og gat ekkert gert. Þetta var miðaldra maður, grannur með nokkuð skegg. Hárið að þynnast og freknur um allt andlit. Þetta leit út fyrir að vera mjög góður maður og Einar velti sér fyrir hvers vegna hann var eltur uppi og drepinn. Sérstaklega bitinn. Einar stóð upp og ætlaði að skokka heim til að hringja úr heimasímanum en sá að augun á manninum hreyfðust. Hann var á lífi eftir allt! Heyrirðu í mér? Er allt í lagi? Ég ætla að hringja í neyðarlínuna er það ekki allt í lagi?,, Sagði Einar skelkaður og titrandi. Maðurinn svaraði ekki en Einar vissi að hann væri illa farinn og væri kannski ekki í ástandi til þess að tala. Einar byrjaði að skokka tilbaka en núna byrjaði maðurinn að rísa á fætur. Einar trúði þessu ekki, maðurinn hafði krafta til þess að standa upp eftir hræðilega árás. Heyrðu ekki standa upp, leggstu niður, ætla að hringja í neyðarlínuna allt í lagi?,, Sagði Einar. En maðurinn svaraði ekki og byrjaði að labba hægt að Einari... Framhald

Monday, October 15, 2007

Lausnin mikla?

Dópistar, rónar og fleiri vargar á götum okkar eru sóðalegir og oftast frekar dónalegir. Sem sagt kúkandi fyrir framan okkur en þessi grey hafa mjög skaðlega fíkn.
Þessi fíkn er eiturlyf og áfengi. Þessi fíkn er mjög áhrifamikil á líkama og heilastarfsemi okkar. En það eru til fleiri fíknir sem fólk er að glíma við.
Þessi fíkn sem ég er að tala um er ekkert skaðleg á heilastarfsemi og fleira. Ég er að tala um tölvuleikja fíkn. Já! Tölvuleikja fíkn. Afhverju ekki að búa til svona róna hús sem er með fullt af tölvum og í þessum tölvum er bara aðgangur að leiknum "World of Warcraft". Þarna inni mundu rónarnir fá skjól og einnig hætta að myrða sjálfa sig. Þetta mundi kosta jú en eru þessir tölvuleikjaframleiðendur ekki svo moldríkir að þeir geta hjálpað smá litlum rónum. Með þessari aðferð værum við laus við róna á götunum og einnig mundu þeir hrekja burt spilendur í warcraft þar sem þeir hræða leikmennina með gubbi og öskrum.

The image “http://www.dankphotos.com/twain/images/en/bum.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


http://simple-america.com/blog/wp-content/uploads/2006/12/Mister-WOW.jpg

Wednesday, October 10, 2007

Bingó

Já BINGÓ!
Það allra hallærislegasta á þessari jörð. Gamalt fólk mígur á sig af spenning og börnin kafna á bingó kúlunum. Ég hef farið í bingó um 5 sinnum á minni æfi, og í öll skipti hefur mér verið skipað. Það er að segja skólaskemmtanir eða bankarán. Það er ekkert leiðinlegt við bingó ef við lítum betur á það, flott verðlaun og adrenalínið á fullu af spenning. En það sem pirrar mig mest við þetta fyrirbæri er eitt sérstakt hljóð sem kemur ALLTAF! Jú það kemur í hvert einasta sinn þegar einhver sveittur grís fær tölu. Þetta hér er hljóðið...

Bingó kall: B-2
Þáttakendi: Yeeessssss
Bingó kall: N-34
Þáttakendi: Yeeessssss!

ARg!! Þetta er svo hrikalega pirrandi hljóð! Þurfið þið virkilega að segja YESSSS eins og snákar við allar tölur sem þið fáið! Mér leið eins og manni í þröngum metal stuttbuxum í dýralífsþætti að reyna að sjúga snák. Ef fólk hættir að gera þessi hljóð þá væri bingó hinn fullkomni leikur!



The image “http://www.akureyri.is/media/oldrun/myndaalbum/stor/Bingo_i_Hlid_02.nov.2006.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

Monday, September 24, 2007

Tannbursti

Hví er tannburstinn alveg eins og hann var fyrir fornöld eða svo. Hví þróast allt svona mikið en tannburstinn situr fastur eins og steinaldarmennirnir hafi hætt og látið eitt dekk duga.

Ef við skoðum aðra hluti eins og Vinyl plötur sem fóru í kasettur, kasettur fóru í geisladiska og núna downloada flestir af internetinu. Tökum annað dæmi. Símaklefar fóru í svona síma sem maður snýr, sem fór í snúrusíma, sem fór í þráðlausann síma (GSM) (örugglega um 8kg í fyrstu) sem fóru í miklu minni GSM og núna eitthvað "Skype" af netinu.

Tannburstinn, er prik með svínahárum. Meðan við erum að skokka með síma sem tengist við eyrað þitt og einhvern iPod sem geymir milljón lög og hengur á bolnum þínum, þá tannburstum við okkur með priki og neglum síðan óvart burstanum í góminn með þeim afleiðingum að það svíður og blæðir.

Lang flestir hætta að tannbursta sig vegna þess að þeir NENNA því ekki. Það tekur tíma og maður er oftast þreyttur þegar að því kemur. Er þetta kannski samsæri? Hefur alheimsstjórnin skipað vísindamönnum og uppfinningamönnum að hætta að þróa tannburstann? Til að fólk sleppi að tannbursta sig, fá því tannskemmd og þurfa að leita til læknis. Semsagt tannlæknis.

Það er 21. öldin. Afhverju erum við ekki búin að finna betri lausn? Afhverju er ekki búið að finna uppá svona pillu, tekur hana inn á morgnanna og hún ver tennurnar fyrir allann sykurinn yfir daginn. Svo tekuru aðra um kvöldið? Þetta væri svo miklu auðveldara heldur en að að negla priki í góminn sinn. Rafmagnstannburstinn? A.k.a. titrari með svínahárum? Það er bara 5 kg hlunkur sem titrar bara. Batteríið endist í 8 mínútur. Ekki halda að rafmagnstannburstinn bjargi einhverju. Ég segi.. Gerið þessa pillu! Kveðja Öberinn

The image “http://www.dansmc.com/partsclean4.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Monday, September 17, 2007

Zombie Zomb Zomb Part 2

Ég held að.. þeir séu farnir.,, Sagði Pálmi lágt. Einar svaraði ekki, það var eins og hann væri í trans. Pálmi slóg rétt í hendi hans til að fá svar. Einar rankaði við sér og horfði á Pálma. Við deyjum innan við viku á þessum stað. Þeir vita af okkur, þeir geta núna verið allstaðar í kringum þetta hús.,, Sagði Einar. Hey ekkert svona, við höfum lifað af hérna inni í um mánuð og þetta var í fyrsta sinn sem svona gerist. Við lifðum þetta af og við munum lifa næsta af.,, Sagði Pálmi reiður og reyndi að tala smá vit í Einar sem horfði niður. Þeir gengu báðir tilbaka og lögðu vopnin frá sér. Pálmi fór að nudda saman hendurnar hratt til að hlýja sér. Það var um -10 stig úti og snjór ríkti land og fjöll. Það var átjándi desember og sex dagar til jóla. Pálmi og Einar þekktust ekkert fyrir 1 mánuði. Núna eru þeir herbergisfélagar, nánar sagt bílskúra dveljendur. Skúrinn er um stærð tveggja fólksbíla. Það er eldgamalt píanó sem blasir við vinstramegin. Sófi fullur drasli til hægri. Svo lengra gengið inn eru tveir ískápar við hægri hönd, sófi við vinstri og fataskápur beint á móti með föt frá árinu 1993. Þetta kölluðu þeir stofuna. En það er eitt herbergi við enda stofunnar. Þar inni er svefnherbergið, tvær gamlar dýnur á gólfinu umkringdar bókum í mörgum hillum. Áður fyrr var þetta herbergi greinilega skrifstofa því þarna mátti finna margar námsbækur, ritgerðir og penna. Klukkan var orðin fjögur um nótt og mátti vel sjá á þeim strákunum að þeir voru orðnir þreyttir. En svefninn var alltaf erfiður. Oftast náðu þeir aldrei að sofa hinn fullkomna svefn því óttinn um að einn af þeim gætu verið yfir þér, slefandi og horfandi á þig meðan þú ert varnarlaus sofandi. Áður fyrr voru þeir með vaktataktík, einn sefur og hinn vaktar í 3 tíma. Svo skipst á þar til báðir hafa fengið 6 tíma svefn. En núna hættu þeir með þetta því engin áras hafði átt sér stað fyrr en áðan. Þeir samþykktu að sofa báðir og hafa engan í vakt. Áhættusamt en gott vegna þess að um næsta dag var byrgða dagur. Það eru dagar sem þeir þurfa að fara út í búð t.d. 10/11, Bónus, 11/11 eða litlar sjoppur. Þar inni nældu þeir sér í allt sem þurfti sem var lítið af heima. T.d. snakk og gos því allt kjöt og mjólkurafurðir voru löngu rotnaðir og ónýtir. Byrgða dagarnir voru alltaf áhættusamir vegna þess að í búðunum gátu alltaf leynst þeir ódauðu. Hinir ódauðu eru skepnur sem sækjast eftir fersku holdi og heila. Þú verður sýktur af þeim ef þeir bíta þig eða klóra. Blóðið í þeim ódauðu geymir vírus sem drepur þig innan við nokkra tíma. Þegar þú hefur dáið þá mund þú rísa aftur upp frá dauðum. Þú mund ekki vita neitt eða muna. Þú ert bara heilalaus, gangandi vélmenni sem er bara forritað að éta meira og meira hold af mannfólki. (Auðvitað er þetta ekki vélmenni, nota bara þessa skemmtilegu lýsingu).
Framhald í næstu viku...