Monday, October 22, 2007

Fiskifluga

Fiskifluga? Hvaðan kom þetta nafn? Hví heitir ein tegund húsfluga og svo allt í einu fiskifluga. Er þetta svona fiskur sem hefur þróast í flugu, eða fóru þessar flugar alltaf að éta rotinn fisk? Nei segi ég, það á að skýra þessa flugu upp á nýtt! Fiskifluga segir ekkert. Köllum hana Málmtýskurhvirfill.

Wednesday, October 17, 2007

Zombie Zomb Zomb Part 3

Einar vaknaði uppúr fáranlegri martröð og fann að hann var sveittur og andaði óvenjulega hratt. Eins og hann hafi verið að hlaupa. Hann reis upp frá rúminu og klæddi sig úr sveittu nærbuxunum. Sumarsólin blasti við, himininn var rauður og trén grænari en grasið hjá Sigga bónda. Einar gekk niður stigann, myglaðari en allt. Sast í sófann og kveikti á sjónvarpinu. Hann beið og beið. Svartur skjár. Einar varð pirraður og hreysti tækið til. Andskotans ljóta sjónvarp! Getur það ekki einu sinni sýnt mér smá virðinu.,, Sagði Einar mjög pirraður. Hann gekk inní eldhús og fékk sér Cheerios með kakómalti. Best í heimi.,, Hugsaði Einar meðan hann át uppáhaldsmorgunmatinn sinn. En ekkert fréttablað var á eldhúsborðinu, alltaf áður var fréttablaðið á eldhúsborðinu. En þá fattaði Einar að klukkan var 6 um nótt og allir sofandi svo enginn hafði náð í blaðið. Það var ábyggilega ennþá í forstofunni. Einar bjó í þriggja hæða raðhúsi og forstofan var flísalögð svo það var alltaf ískalt að labba á þeim án sokka. Einar gekk þá niður tólf tröppur og fór að dyrunum. Aðeins skórnir af föður hans voru hjá hurðinni. Ekkert dagblað. Hvað er þetta! Er allt af farast eða?,, Hugsaði Einar pirraður og hissa á þessu öllu. Hann byrjaði að labba tilbaka en skyndilega heyrði hann einhvern hlaupa fyrir utan. Hann leit snögglega við. Þögn ríkti. En skyndilega sá hann annan skugga stökkva framhjá húsinu hans og annan og annan. Þar til að þetta urðu fimm skuggar innan við eina mínútu. Hva, er maraþonið byrjað snemma?,, Sagði Einar kaldhæðinslega. Taka þessi gimp og skjóta.,, Sagði hann einnig og gekk afstað upp. Enn og aftur heyrði hann hlaup. Þá fékk Einar að hurðinni og opnaði. Hann gekk út án sokka sem var frekar kalt og óþæginlegt en þá sá hann tvo einstaklinga á mikilli ferð. Eins og þeir væru að missa af einu flugvélinni sem mundi fljúga af eyði eyju á ári. Annar einstaklingurinn datt illa og hinn réðist á hann með miklu afli. Öskur heyrðust um allt hverfi og Einar stóð á öndinni. Hann hafði aldrei orðið vitni af svona árás áður. Öskrin skyndilega hættu og annar einstaklingurinn hljóp af stað í burtu. Einar varð vitni af fólskulegri líkamsárás. Hann fór í skó og skokkaði að manninum á jörðinni. Maðurinn var mjög illa farinn, Einar tók eftir bitförum á kinn mannsins. Blóðið var hrottalega mikið og það var greinilegt að maðurinn var dauður. Einar varð óglatt og tók upp farsímann sinn og hringdi beint í 112. Enginn svaraði, Einar horfði á símann og sá að öll prikin voru í botni. Gott samband en ekkert við 112. Einar varð hræddari með sekúndunni sem leið. Hann beygði sig að manninum og gat ekkert gert. Þetta var miðaldra maður, grannur með nokkuð skegg. Hárið að þynnast og freknur um allt andlit. Þetta leit út fyrir að vera mjög góður maður og Einar velti sér fyrir hvers vegna hann var eltur uppi og drepinn. Sérstaklega bitinn. Einar stóð upp og ætlaði að skokka heim til að hringja úr heimasímanum en sá að augun á manninum hreyfðust. Hann var á lífi eftir allt! Heyrirðu í mér? Er allt í lagi? Ég ætla að hringja í neyðarlínuna er það ekki allt í lagi?,, Sagði Einar skelkaður og titrandi. Maðurinn svaraði ekki en Einar vissi að hann væri illa farinn og væri kannski ekki í ástandi til þess að tala. Einar byrjaði að skokka tilbaka en núna byrjaði maðurinn að rísa á fætur. Einar trúði þessu ekki, maðurinn hafði krafta til þess að standa upp eftir hræðilega árás. Heyrðu ekki standa upp, leggstu niður, ætla að hringja í neyðarlínuna allt í lagi?,, Sagði Einar. En maðurinn svaraði ekki og byrjaði að labba hægt að Einari... Framhald

Monday, October 15, 2007

Lausnin mikla?

Dópistar, rónar og fleiri vargar á götum okkar eru sóðalegir og oftast frekar dónalegir. Sem sagt kúkandi fyrir framan okkur en þessi grey hafa mjög skaðlega fíkn.
Þessi fíkn er eiturlyf og áfengi. Þessi fíkn er mjög áhrifamikil á líkama og heilastarfsemi okkar. En það eru til fleiri fíknir sem fólk er að glíma við.
Þessi fíkn sem ég er að tala um er ekkert skaðleg á heilastarfsemi og fleira. Ég er að tala um tölvuleikja fíkn. Já! Tölvuleikja fíkn. Afhverju ekki að búa til svona róna hús sem er með fullt af tölvum og í þessum tölvum er bara aðgangur að leiknum "World of Warcraft". Þarna inni mundu rónarnir fá skjól og einnig hætta að myrða sjálfa sig. Þetta mundi kosta jú en eru þessir tölvuleikjaframleiðendur ekki svo moldríkir að þeir geta hjálpað smá litlum rónum. Með þessari aðferð værum við laus við róna á götunum og einnig mundu þeir hrekja burt spilendur í warcraft þar sem þeir hræða leikmennina með gubbi og öskrum.

The image “http://www.dankphotos.com/twain/images/en/bum.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


http://simple-america.com/blog/wp-content/uploads/2006/12/Mister-WOW.jpg

Wednesday, October 10, 2007

Bingó

Já BINGÓ!
Það allra hallærislegasta á þessari jörð. Gamalt fólk mígur á sig af spenning og börnin kafna á bingó kúlunum. Ég hef farið í bingó um 5 sinnum á minni æfi, og í öll skipti hefur mér verið skipað. Það er að segja skólaskemmtanir eða bankarán. Það er ekkert leiðinlegt við bingó ef við lítum betur á það, flott verðlaun og adrenalínið á fullu af spenning. En það sem pirrar mig mest við þetta fyrirbæri er eitt sérstakt hljóð sem kemur ALLTAF! Jú það kemur í hvert einasta sinn þegar einhver sveittur grís fær tölu. Þetta hér er hljóðið...

Bingó kall: B-2
Þáttakendi: Yeeessssss
Bingó kall: N-34
Þáttakendi: Yeeessssss!

ARg!! Þetta er svo hrikalega pirrandi hljóð! Þurfið þið virkilega að segja YESSSS eins og snákar við allar tölur sem þið fáið! Mér leið eins og manni í þröngum metal stuttbuxum í dýralífsþætti að reyna að sjúga snák. Ef fólk hættir að gera þessi hljóð þá væri bingó hinn fullkomni leikur!



The image “http://www.akureyri.is/media/oldrun/myndaalbum/stor/Bingo_i_Hlid_02.nov.2006.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.