Sunday, February 22, 2009

Ný Zombie Zomb Zomb saga!

Ég hef verið ansi latur við það að blogga, það er liðin heil VIKA síðan ég bloggaði seinast... Eða margir mánuðir? Allavega hér er fyrsti kafli

ZOMBIE ZOMB ZOMB 2....

Dagur var orðinn hið mesta vandamál, það eru engir skuggar þegar sólin skín sem mest. Reyndar sér maður í fjarska hvort þeir séu nærri. Maður finnur hvort sem er lyktina af þeim langar leiðir, þeir geta ekki lengur skriðið upp að manni. Þetta var nánast vonlaust í byrjun útbreiðslunnar, þeir lyktuðu ekki, nýir og nýir urðu til á klukkutímafresti og fólk hafði ekkert til þess að verja sig með. Einnig var matur vandamál þar sem hann kláraðist fljótt þegar sjö manns voru að fela sig inni í einni íbúð. Væntanlega hefðu þessi sjö manns þurft að leita út til þess að nærast og lifa af. En eftir þá ferð kæmu þau samtals fjögur heim til baka og einn af þeim kannski leynilega smitaður.

Þegar útbreiðslan var enn í fullum gangi og allt var sem verst þá hafði fólk enga þekkingu á því hvernig þetta virkaði. Fólk hélt kannski að ef einn væri bitinn eða með sár af sýktum þá myndi hann lifa af eða svo. En einsog við vitum öll þá virkar ekkert við þessari „ofurveiru“ eins og þeir vilja kalla það. Hver vildi svo drepa ástvini sína þótt þeir væru slefandi blóði og aðeins með eina hugsun, að komast að ferskum heila og kjöti.

Fólk kiknaði einnig undir álaginu að heyra dauðans öskur fyrir utan húsið sitt og óska þess að enginn gæti komist inn. Á meðan þessi hræddi einstaklingur væri að óttast líf sitt þá hafði kannski einn sýktur nú þegar læðst inn og ráfað um húsið. Í endann mundu þeir rekast á hvorn annan og giskum nú hvor mundi bíta hvern.

Sjálfsmorð voru framin daglega, fólk gat þetta ekki til lengdar. Hver var einnig tilgangurinn að lifa ef allt líf væri dautt? Ég hef komið í mörg auð hús og í þeim eru oft fórnalömb sjálfsmorða. Það var hryllilegt að sjá hvaða aðferðir fólkið notaði. Hengingar, hnífar, pillur, stokkið af húsþökum og jafnvel sprautað í sig einhverjum óþvera t.d. uppþvottaefnum eða málingu. Að hugsa sér hvernig þessu fólki leið þegar það framdi þessi illverk, ég mundi aldrei detta í hug að stytta minn aldur. Frekar væri ég til í að þeir sýktu mundu éta mig til agna.
Ég veit ekki hvernig ég komst í gegnum þessar drápsaldir. Á þessum tíma hef ég hitt mörg hundruð manns og aldrei séð þau aftur. Ég sá reyndar einn af þessum 100 sem sýktan fyrir löngu síðan. Hann var að ráfa um hverfið sem ég var að fela mig í á þessum tíma. Það var ótrúlegt að sjá hann og ég fraus. Ég var um 40 metrum frá honum en starði lengi og fór að hugsa hvað hafði gerst við hann? Hvernig varð hann að sýktum? Ég vildi óska þess að ég mundi vita það en það eina sem ég gat var að ímynda mér. Hann var um 1,80 metra á hæð og svona 78 kíló, ljóshærður, fínn strákur og rétt um tvítugt. Ég fékk ekki að vita nafnið hans en ég held að það hafi verið annaðhvort Ragnar eða Agnar. En að sjá hann sýktan fékk mig til að hugsa, sérstaklega hversu heppinn ég væri. Hann komst ekki af þótt ég hafði hitt hann. Hann hafði farið ranga leið en ég rétta. Ég hef ekki hitt neinn á lífi í ár.

Ég hef ekkert að gera á daginn, ekki neitt. Ég hef reynt allt, gjörsamlega allt. Ég á ekkert eftir til þess að gera. Minn draumur er að fljúga flugvél til Evrópu en ég mundi endast 12 sekúndur í loftinu.

Það sem ég borða get ég ekki sagt að sé holt, þetta er nammi, gos, snakk, kex, krem og reyndar vatn. Einsog ég sagði áðan þá var hörmung að ná sér í mat í búðum t.d. Maður hljóp eins hratt og maður gat og henti sér í næstu búð, þar inni gat verið fullt af fólki gjörsamlega að tæma búðina, það barðist fyrir matnum. Gólfin eru ennþá blóðug eftir slagsmál og væntanlega líka eftir árasir sýktra.

Fólk var hrætt um kvöldin og enginn þorði að fara út þegar ekkert ljós gat lýst þér leið. Það sem ég gerði var að ég stökk í bílinn minn, brunaði á 130 km hraða hvert sem ég fór og hafði bílinn í gangi fyrir utan búðirnar. Með vasaljósi tók ég allt það sem ég þurfti og var þá væntanlega með forskot á fólkið sem gerði sér atlögur að búðinni þegar fyrsta sólarljósið kæmi á jörðu. Ég hafði alltaf nóg af mat og þurfti aldrei að berjast fyrir neitt. Nóttin var vinur minn og fljótlega lærði ég á hvernig þeir virkuðu á nóttinni. Þar sem þeir sáu ekkert fóru þeir ekkert nema ef einhver hálfviti væri labbandi með vasaljós og beindi því í augun á þeim sýktu. Ég varð að fela hlutina mína fyrir fólki sem var að sela úr húsum. Ég treysti engum, hafði alltaf vopn að lofti og slá frá mér um leið og hlutirnir væru ekki í lagi.

Ég veit ekki hversu marga ég hef drepið, en það sem ég veit er að höfuð þeirra þarf að skiljast frá búknum. Reyndur vissu þetta allir vegna þess að þetta var útvarpað allstaðar. Flugvélar voru á sveimi á hverjum degi, ég sá einmitt þrjú flugslys. Eftir hvert þeirra hugsaði ég djúpt hvað hafði komið fyrir í vélinni, var flugstjórinn sýktur? Var ekkert bensín? Eða voru sýktir að drepa flugmanninn í miðju flugi? Besta vopnið er langt rör, það er reyndar bara kostur ef einn sýktur sé að stefna að þér. Með stönginni getur þú neglt í hann úr fjarlægð og ýtt honum. Hann tekur ekkert í stöngina og reynir að berjast við þig, hann heldur bara áfram að koma þótt höfuð kúpan sé mölbrotin og augun sokkin inn vegna höggsins. Maður verður að hafa maga til þess að gera þetta vegna þess að hver sýktur þarf um svona fimm föst högg í andlitið til þess að deyja, deyja þá aftur. Hinsvegar séu margir á eftir þér þá áttu litla von eftir, eina sem er í boði þá er að hlaupa í burtu og eins langt og hægt er. Þú hefur enga krafta til þess að brjóta fimm eða sex hausa á stuttum tíma.

framhald soon..

http://www.best-horror-movies.com/images/Noche-del-terror-zombies-1.jpg

Halló...